Kvennaskólinn á Blönduósi

Fréttir

Próftími fjarnema að hefjast 4. desember

01.12.2017

Próftímabil er 4. - 18. desember 2017. Við óskum öllum nemendum góðs gengis í prófum. 

Íslenska lopapeysan - útgáfu styrkt af Þekkingarsetrinu

30.11.2017

 

Út er komin bókin Íslenska lopapeysan - uppruni, saga og hönnun eftir Ásdísi Jóelsdóttur. Um er að ræða ritrýnda útgáfu og er það í fyrsta skipti sem gefið er út ritrýnt fræðirit í textílgreininni. Þekkingarsetur veitti styrk til verkefnisins.

 

Mira-Liina Skyttälä í listamiðstöðinni

01.11.2017

 

Þekkingarsetur og Textílsetur Íslands bjóðum velkomna Mira-Liina Skyttälä í textíllistamiðstöðina í Kvennaskólanum. Mira-Liina hlaut styrk úr verkefninu Nordic-Baltic Scholarship sem Þekkingarsetrið á Blönduósi og Textílsetur Íslands standa fyrir, en hún er síðasti styrkhafi verkefnisins. 

 

Samstarf listamiðstöðva og fræðslustofnana á Norðurlandi vestra

25.10.2017

Tilraunaverkefnið ,,Samstarf listamiðstöðvar og fræðslustofnana á Norðurlandi vestra" hófst í gær með heimsókn þriggja listamanna í Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki.