Fréttir

Lee Ann Maginnis ráðin verkefnastjóri

03.10.2016

Lee Ann Maginnis hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Þekkingarsetrinu á Blönduósi. 

 

 

Lee Ann er fædd árið 1985 og búsett á Blönduósi. Hún lauk BS gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2012 og ML gráðu í lögfræði frá sama skóla árið 2014. Frá útskrift starfaði Lee Ann sem verkefnastjóri hjá Háskólanum á Bifröst, sem lögfræðingur hjá sýslumanninum á Norðurlandi vestra og verkefnastjóri upplýsingamiðstöðvar ferðamála í A-Hún. 

 

Hjá Þekkingarsetrinu mun Lee Ann vinna að samþættingu og stefnumótun textíltengdra starfsemi á Blönduósi.

 

Við bjóðum Lee Ann velkomna til starfa.