Fréttir

Nordic-Baltic styrkhafar 2016-2017

03.11.2016

 

Þekkingarsetur og Textílsetur Íslands bjóðum velkomna Baiba Osite í textíllistamiðstöðina í Kvennaskólanum á Blönduósi.  Baiba hlaut styrk úr verkefninu Nordic-Baltic Scholarship sem Þekkingarsetrið á Blönduósi og Textílsetur Íslands munu standa fyrir á árinu 2016 - 2017.

 

Baiba er textíllistamaður frá Lettland sem hefur m.a unnið með vefnað, þæfingu og silkiprentun, en hún útskrifaðist með meistaragráðu frá Latvian Art Academy árið 2003. 

Baiba mun dvelja í listamiðstöðinni í tvo mánuði, vinna að list sinni og kynna sér íslenskar menningarhefðir og aðferðir á sviði textíls. Baiba mun bjóða upp á námskeið í silkiprentun og japanskri “shibori” litunaraðferð á meðan á dvöl hennar stendur. Hún mun einnig flytja fyrirlestur um textíllist í Lettlandi, en nánari tímasetning verður auglýst síðar.

 22 listamenn sóttu um styrkveitingu en verkefnið Nordic-Baltic Scholarship er styrkt af Nordic Culture Point. Alls munu þrír listamenn hljóta styrk til að dvelja í textíllistamiðstöðunni á Blönduósi, en í sumar munu Kerstin Lindström frá Sviðþjóð og Päivi Vaarula frá Finnlandi dvelja hér.