Fréttir

Skrifstofustarf í Kvennaskólanum

19.01.2017

Þekkingarsetrið á Blönduósi og Textílsetur Íslands óska eftir skrifstofustarfsmanni í fullt starf á skrifstofu í Kvennaskólanum á Blönduósi. Helstu ábyrgðasviðin eru að sinna almennum skrifstofustörfum, aðstoða listamenn sem dvelja í Kvennaskólanum, og hafa umsjón með námsveri. 

Helstu ábyrgðarsvið:

 • Að sinna almennum skrifstofustörfum, s.s. textagerð til opinberrar birtingar, bréfaskriftum og umsjón með heimasíðu.
 • Að sinna færslu bókhalds og launaútreikninga.
 • Að aðstoða listamenn sem dvelja í Kvennaskólanum, taka á móti gestum og veita leiðsögn um Kvennaskólann.
 • Að hafa umsjón með námsveri og fjarprófum í Kvennaskólanum.
 • Að vinna að eflingu á starfsemi í Kvennaskólanum með þátttöku í stefnumótin, kynningarstarfsemi, undirbúning styrkumsókna og mótun verkefna í nánu samstarfi við starfsmenn í Kvennaskólanum.
 • Að sinna utanumhaldi um dagskrá í Kvennaskólanum og starfsmanna þar.
 • Önnur tilfallandi störf.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi.
 • Góð samskiptahæfni.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Gott vald á mæltu og rituðu máli, bæði á íslensku og ensku.

 

Ráðið verður í starfið frá 1. mars 2017 eða eftir nánari samkomulagi.

 

Launakjör fara eftir kjarasamningi Kjalar stéttarfélags.

 

Umsóknarfrestur er til og með 12. febrúar 2017.

 

Umsókn ásamt ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast sent á netfangið k.schneider@tsb.is

 

Nánari upplýsingar varðandi starfið veitir Katharina Schneider framkvæmdarstjóri Þekkingarseturs á Blönduósi á netfanginu k.schneider@tsb.is.