Fréttir

Starfsnám í Kvennaskólanum

27.01.2017

Nemendur Listaháskólans voru í heimsókn í þessari viku.  Skemmtilegur hópur sem eflaust hefur haft gagn og gaman að dvelja í Kvennaskólanum undir leiðsögn Jóhönnu Pálmadóttur og Ragnheiðar Þórsdóttur. 

Þetta er þriðja árið í röð þar sem nemendur frá Listaháskólanum í Reykjavík dvelja í viku starfsnámi í Kvennaskólanum á Blönduósi. Nemendur fá kennslu frá Jóhönnu Pálmadóttur hannyrðakennara og Ragnheiði Þórsdóttur vefnaðakennara í ýmsum greinum, s.s. spuna, prjón, útsaumi og vefnaði. Einnig voru á dagskrá heimsóknir á Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, Gestastofu Sútarans á Sauðarkróki og Ullarþvottastöðina.