Fréttir

Þórdís Rúnarsdóttir ráðin í stöðu ferðamálafulltrúa Austur-Húnavatnssýslu

15.06.2017

 

Þórdís Rúnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu ferðamálafulltrúa Austur-Húnavatnssýslu en alls bárust sex umsóknir um stöðuna. Þórdís er menntuð sem ferðamálafræðingur frá Háskólanum á Hólum og er auk þess með diplómu í viðburðastjórnun og landvarðarréttindi.

 

Päivi Vaarula í listamiðstöðinni

08.06.2017

Þekkingarsetur á Blönduósi og Textílsetur Íslands bjóða velkomna Päivi Vaarula í textíllistamiðstöðina í Kvennaskólanum á Blönduósi.  Päivi hlaut Nordic-Baltic Scholarship, sem Þekkingarsetrið og Textílsetrið standa fyrir árin 2016-17. Verkefnið hlaut styrk Nordic Culture Point árið 2016.

 

Ársfund Þekkingarsetursins 2017

31.05.2017

Ársfundur Þekkingarsetursins var haldinn í Kvennaskólanum þann 30. maí. Á dagskrá voru venjuleg ársfundastörf, m.a. kynning á starfsemi setursins 2016. 

Kerstin Lindström í listamiðstöðinni

15.05.2017

 

Þekkingarsetur á Blönduósi og Textílsetur Íslands bjóða velkomna Kerstin Lindström í textíllistamiðstöðina í Kvennaskólanum á Blönduósi.  Kerstin hlaut Nordic-Baltic Scholarship, sem Þekkingarsetrið og Textílsetrið standa fyrir árin 2016-17. Verkefnið hlaut styrk Nordic Culture Point árið 2016.

 

Styrkveiting frá Rannís

08.05.2017

 

Hagnýtt rannsóknarverkefni Þekkingarsetursins Bridging Textiles to the Digital Futurehlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís. Verkefnið hefst 1. september 2017. 

 

Prjónagleði haldin á Blönduósi 9. - 11. júní 2017

01.05.2017

Prjónagleði 2017 er önnur prjónahátíðin á vegum Textílseturs Íslands og samstarfsaðila og verður haldin á Blönduósi, helgina 9.-11. júní, 2017. 

Ferðamálafélag A-Hún. auglýsir eftir ferðamálafulltrúa

26.04.2017

Ferðamálafélag Austur-Húnavatnssýslu auglýsir stöðu ferðamálafulltrúa lausa til umsóknar. Starfsaðstaða er m.a. í húsnæði Þekkingarsetursins. 

Próftími fjarnema að hefjast

25.04.2017

Námsver hefur staðsett í Kvennaskólanum siðan 2014 undir umsjón starfsmanna Þekkingarsetursins. Samtals 79 próf voru haldinn árið 2016. Við óskum öllum nemendum góðs gengis í prófum. 

Lee Ann Maginnis ráðin fulltrúi á skrifstofu hjá Þekkingarsetrinu

03.03.2017

Lee Ann Maginnis hefur verið ráðin fulltrúi á skrifstofu hjá Þekkingarsetrinu. 

Starfsnám í Kvennaskólanum

27.01.2017

Nemendur Listaháskólans voru í heimsókn í þessari viku.  Skemmtilegur hópur sem eflaust hefur haft gagn og gaman að dvelja í Kvennaskólanum undir leiðsögn Jóhönnu Pálmadóttur og Ragnheiðar Þórsdóttur. 

Skrifstofustarf í Kvennaskólanum

19.01.2017

Þekkingarsetrið á Blönduósi og Textílsetur Íslands óska eftir skrifstofustarfsmanni í fullt starf á skrifstofu í Kvennaskólanum á Blönduósi. Helstu ábyrgðasviðin eru að sinna almennum skrifstofustörfum, aðstoða listamenn sem dvelja í Kvennaskólanum, og hafa umsjón með námsveri. 

Starfsemi Þekkingarsetursins árið 2016 og hátíðarkveðjur

23.12.2016

 

Áhersla hefur verið lögð á verkefni á sviði textíls á árinu. Reynsla undanfarinna ára hefur leitt í ljós að einn af helstu styrkleikum svæðisins er textíll og tækifærin á því sviði talsverð.

Próftími fjarnema er að hefjast

02.12.2016

Í dag hofst próftímabilið hjá fjarnemum á svæðinu. Fyrstu nemendur eru mættir í Námsver Kvennaskólans. Við óskum öllum nemendunum velgengni í prófunum!

 

Föstudagsfyrirlestur í Verinu á Sauðárkróki 25.11. nk. kl. 9:00

23.11.2016

 

Eva Kuttner mun fjalla um starfsemi Matís í Verinu á Sauðárkróki. 

Stofutónleikar með Láru Sóley og Hjalta í Heimilisiðnaðarsafninu

22.11.2016

Stofutónleikar með Láru Sóley og Hjalta verður haldnar í Heimilisiðnaðarsafninu sunnudaginn 27.11. nk. kl. 15:00.

Nordic-Baltic styrkhafar 2016-2017

03.11.2016

 

Þekkingarsetur og Textílsetur Íslands bjóðum velkomna Baiba Osite í textíllistamiðstöðina í Kvennaskólanum á Blönduósi.  Baiba hlaut styrk úr verkefninu Nordic-Baltic Scholarship sem Þekkingarsetrið á Blönduósi og Textílsetur Íslands munu standa fyrir á árinu 2016 - 2017.

Ferðamáladagur Norðurlands vestra haldinn 9. nóvember n.k.

31.10.2016

Ferðamáladagur Norðurlands vestra verður haldinn 9. nóvember n.k. kl. 11 - 17 í Félagsheimilinu Húnaveri. Áhugaverðar kynningar og upptaktur að samstarfsverkefnum. Að deginum standa SSNV og Ferðamálafélögin í A-Hún, Húnaþingi vestra og Skagafirði. 

TC2 – stafrænn vefstóll kominn á Blönduós

21.10.2016

 

Þekkingarsetrið á Blönduósi hefur fest kaup á stafrænan vefstól að gerðinni TC2 sem er framleiddur í Noregi. Vefstóllinn verður staðsettur á Blönduósi í húsakynnum textillistamiðstöðvarinnar í Kvennaskólanum og mun vonandi komast í notkun sumarið 2017.

Lee Ann Maginnis ráðin verkefnastjóri

03.10.2016

Lee Ann Maginnis hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Þekkingarsetrinu á Blönduósi. 

Námsver í Kvennaskólanum

08.09.2016

Nú þar sem nýtt skólaár er að hefjast viljum við minna á að háskólanemar í fjarnámi auk annara fjarnema geta nýtt sér námsversaðstöðuna í Kvennaskólanum.