Fréttir

Líffræðiráðstefna haldin í Reykjavík 5.-7. nóv. 2015

04.11.2015

Líffræðiráðstefnan verður haldin 5. – 7. nóvember í Reykjavík. Ráðstefnan spannar alla líffræði og fjölbreytt erindi verða flutt, m.a. af Dan Govoni, sérfræðingi Þekkingarsetursins.

Skýrsla um vefstóla í Kvennaskólanum

21.10.2015

Þekkingarsetur og samstarfsaðilar hlutu styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra í vor til að gera skýrslu um vefstóla í Kvennaskólanum. Skýrslan var unnið af Ragnheiði Björku Þórsdóttur vefara og vefnaðarkennara nú í október. 

Málþing og námskeið í Kvennaskólanum

30.09.2015

Mikið var um að vera í Kvennaskólanum undanfarna daga: Haldið var málþing um Jóhönnu Jóhannesdóttur, hannyrðakonu og bónda frá Svínavatni, og námskeið fyrir starfsmenn bókasafna á Norðurlandi vestra. 
 

Átak til atvinnusköpunar

23.09.2015

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átak til atvinnusköpunar. Veittir eru styrkir til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja. Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 þann 28. september.
 

Farskólinn kynnir námsleiðir og námskeið

23.09.2015

Fimmtudaginn 1. október næstkomandi verður opið húsi í Þórsstofu í Kvennaskólanum á Blönduósi frá klukkan 17 til 19. Þar býður Farskólinn gesti boðnir velkomnir til að kynna sér námskeið og námsleiðir, raunfærnimat, náms- og starfsráðgjöf, fræðslusjóð stéttarfélaga og fleira.

Málþing um Jóhönnu Jóhannesdóttur frá Svínavatni - dagskrá

18.09.2015

Þekkingarsetur á Blönduósi, Textílsetur Íslands og Heimilisiðnaðarsafnið standa fyrir málþingi um Jóhönnu Jóhannesdóttur frá Svínavatni sunnudaginn 27. september n.k. í Kvennaskólanum á Blönduósi kl. 14:00 - 17:00. 
 

Námskeið fyrir starfsmenn bókasafna

11.09.2015

Þekkingarsetur á Blönduósi og Farskóla NV standa fyrir eins dags námskeið fyrir starfsfólk bókasafna á Norðurlandi vestra. Námskeiðið verður haldinn þann 29. september kl. 9:30 - 16:00 í Kvennaskólanum. 

Haustönn 2015 hafinn

31.08.2015

Haustönn 2015 er að byrja og fjarkennsla er hafin í Kvennaskólanum. Fjarnemar á svæðinu geta fengið lykla fyrir Námsver hjá starfsfólki Þekkingarsetursins. 

 

Málþing um Jóhönnu Jóhannesdóttur frá Svínavatni

26.08.2015

Málþing um Jóhönnu Jóhannesdóttur frá Svínavatni (f. 4.11.1895, d. 1.5.1989) verður haldið á vegum Þekkingarsetursins í samstarfi við Textílsetur Íslands, Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og Heimilisiðnararfélag Íslands þann 27.9.2015. 
 

Þræðir - sýning listamanna í Kvennaskólanum

21.08.2015

 Þræðir, sýning textíllistamanna verður haldinn í Kvennaskólanum þann 23. ágúst kl. 14:00-17:00. 
 
 

Styrkveiting frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra

27.06.2015

Þekkingarsetur hlaut nýlega styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra, en styrkurinn var veittur til tveggja verkefna.
 

Midnight Sun Burnout - sýning listamanna í Kvennaskólanum

26.06.2015

"Midnight Sun Burnout" , sýning textíllistamanna, verður haldinn í Kvennaskólanum þann 27. júní kl. 15:00-18:00.
 

Könnun á hagkvæmni sameiningar Hafísseturs og Laxaseturs

25.06.2015

Nú á dögunum lauk samstarfsverkefni Þekkingarsetursins, Blönduósbæjar og Laxasetur Íslands um hugsanlega sameiningu Hafíssetursins og Laxasetursins á Blönduósi. 
 

Fræðslustundir í Kvennaskólanum

22.06.2015

S.l. sumar kom upp sú hugmynd að halda vikulega "fræðslustundir" (cultural classes) á ensku fyrir listamenn sem dvelja í Kvennaskólanum, og alla sem hafa áhuga. 
 
 

Samstarf við Blönduosbæ

10.06.2015

Í sumar endurtaka Þekkingarsetur og Blönduósbæ tilraunaverkefni sem hofst í fyrra, en sumarstarfsmenn Blönduósbæjar kynnist þar með rannsóknarvinnu hjá sérfræðingum Þekkingarsetursins. 
 

Sýningar í Kvennaskólanum 28. maí

27.05.2015

Sýning verður haldinn í Kvennaskólanum þann 28. maí, kl. 16:00 - 18:00. Pat Moore og Amanda Rataj textíllistakonur sýna hvað þær hafa verið að vinna við í maí á meðan dvöl þeirra í listamiðstöðinni hefur staðið. 
 

Ársfund Þekkingarsetursins 2015

25.05.2015

Ársfundur Þekkingarsetursins á Blönduósi 2015 verður haldinn föstudaginn 29. maí í Kvennaskólanum, kl. 14:00. 
 

Heimilisiðnaðarsafnið opið á Safnadaginn

13.05.2015

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi verður opið á Safnadaginn þann 17. maí frá kl. 13:00 - 17:00. 

Próftímabilið er hafið

27.04.2015

Í dag hefst próftímabilið hjá fjarnemum á svæðinu. Fyrstu nemendur eru mættir í Kvennaskólanum til að þreyta próf. Við óskum öllum nemendunum velgengni í prófunum!

 

Fyrirlestrar í Kvennaskólanum 14. apríl nk.

08.04.2015

Þriðjudaginn 14. apríl verða haldnir tveir fyrirlestrar í Kvennaskólanum á vegum Þekkingarsetursins: fyrirlestur um Sigurð Jónasson frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal kl. 16:00, og fyrirlestur um veðurfarsbreytingar kl. 20:00.