Fréttir

North Atlantic Native Sheep and Wool Conference

23.04.2014

Ráðstefna um Norður-Evrópska sauðfjárstofninn (stuttrófukyn) verður haldin á Blönduósi á vegum Textílsetur Íslands 4 - 8 september. Þekkingarsetur á Blönduósi er samstarfsaðili í þessu verkefni. Síðan 2011 hefur þessi ráðstefna verið haldin víðs vegar á Norður-Atlantshafslöndunum. Þema ráðstefnunnar verður textíll og ullarvinnsla. 
 

Kynningarfund á Sauðárkróki

26.03.2014

Boðað er til kynningarfundar um niðurstöður á eftirfarandi rannsóknaverkefnum sem voru unnin á árinu 2013:

• Þarfagreining á námsframboði á Norðurlandi vestra

• Tilraunaverkefni um hækkað menntunarstig á N. vestra

Viltu koma á Háskóladaginn á Akureyri?

05.03.2014

Háskóladagurinn verður haldinn á Akureyri miðvikudaginn 12. mars kl. 11:00 - 13.30.  Þekkingarsetur á Blönduósi stendur fyrir sætaferðum. 

Samstarf á sviði textíls

02.03.2014

Undanfarið hefur verið unnið að samþættingu verkefna á sviði textíls. Samstarfssamningur hefur verið gerður á milli Þekkingarsetursins á Blönduósi og Textílseturs Íslands til eins árs sem felur í sér m.a. eflingu á textíllistamiðstöð í Kvennaskólanum og ráðning sérfræðings á sviði textíls.

Kynningarfundir um niðurstöður á rannsóknarverkefnum

21.02.2014

 

Kynningarfundirnir eru opnir öllum og verða haldnir á eftirfarandi dögum: 
Miðvikudaginn 5. mars kl. 20:00 í húsnæði Rannsóknarseturs HÍ á Skagaströnd 
Fimmtudaginn 6. mars kl. 20:00 í Kvennaskólanum á Blönduósi

 

 

Námsvísir 2014 - Námskeið á Norðurlandi vestra

05.02.2014

Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra hefur um þessar mundir gefið út námsvísi fyrir vorið 2014. Í þessum námsvísi bregður Farskólinn út af vananum og birtir einungis lýsingar á þeim námskeiðum sem ekki hafa verið í boði áður.

Heimsókn fræðimanna frá Alaska

30.01.2014

Sunnudaginn 2. febrúar kl. 15:00 munu Liza Mack mannfræðingur og Nadine Kochuten, sjómaður og markaðsfræðingur halda stuttan fyrirlestur í Kvennaskólanum á Blönduósi. Please join us for a presentation by Alaskan students Liza Mack, (M.S. Anthropology) and Nadine Kochuten (B.A. Business Management) on Sunday, February 2, 15:00 in Kvennaskóli in Blönduós.

 

Kynningarfundir um átaksverkefni í ferðaþjónustu

16.01.2014

Ferðamálafélagið A-Hún og Þekkingarsetrið á Blönduósi með stuðningi frá Byggðasamlagi um menningu og atvinnumál, hafa sameiginlega ákveðið að ráðast í tímabundið verkefni til eflingar ferðaþjónustu og hafa fengið G. Ágúst Pétursson til að stýra því verki. Efnt verður til kynningarfundar á verkefninu þriðjudaginn, 21. janúar kl. 17:00 í fundarsal Samstöðu á Blönduósi. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu Norðurlands mætir á fundinn. Vinsamlegast staðfestið þátttöku á tölvupóstfangið agustp@centrum.is

Átak í ferðaþjónustu í Austur-Húnavatnssýslu

19.12.2013

Þekkingarsetrið á Blönduósi og Ferðamálafélag A-Hún hafa sameiginlega ákveðið að ráðast í tímabundið sex mánaða verkefni með styrk frá sveitarfélögunum í sýslunni til að efla og styrkja ferðaþjónustu á svæðinu. Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnugrein á Íslandi en Austur-Húnavatnssýsla hefur því miður dregist nokkuð aftur úr öðrum landshlutum hvað það varðar.

Ráðning starfsmanns í textíllistamiðstöð í Kvennaskólanum

18.12.2013

Erla Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í hálfa stöðu til að hafa umsjón með textíllistamiðstöð í Kvennaskólanum frá og með 1. janúar 2014.

 

Niðurstöður þarfagreiningar um námsframboð á Norðurlandi vestra

18.12.2013

 
Niðurstöður þarfagreiningar um námsframboð á Norðurlandi vestra liggja nú fyrir. Niðurstöður eru settar fram fyrir Húnaþing vestra, A-Hún og Skagafjörð. 
 
 
 

Umsjónarmaður hjá Textíllistamiðstöð á Blönduósi

14.11.2013

Auglýst er eftir starfsmanni í 50% hjá Textíllistamiðstöð í Kvennaskólanum á Blönduósi. 

Norðurslóðadagur 14. 11. 2013

06.11.2013

Samvinnunefnd um málefni norðurslóða býður til opins Norðurslóðadags í húsnæði Hafrannsóknastofnunar í Reykjavík, Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4, ráðstefnusal 1. hæð, fimmtudaginn 14. nóvember 2013, kl. 09:00 – 17:30.

Málþing í Kvennaskólanum: Hugarflug um Handverk

30.10.2013

 

Hugarflug um handverk, málþing um málefni handverksfólks, verður haldið í Kvennaskólanum á Blönduósi, laugardaginn 2. nóvember, klukkan 13.00-17.00. Málþing er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Í boði verða kaffiveitingar sem kosta 1.500 krónur á mann. Skráning á menning@ssnv.is í síðasta lagi fimmtudaginn 31. október.

 
 

 

Söguleg safnahelgi

07.10.2013

"Er eitthvað að gerast í Kvennaskólanum?" "Hvað gerir eiginlega Þekkingarsetrið á Blönduósi?" 
 
Allir sem að vilji fá svör við þessum spurningum eru hjartanlega velkomnir í Kvennaskólann á Blönduósi á Sögulega Safnahelgi n.k. helgi, 12. 10., frá kl. 13 - 17. 
 
Opið hús - kaffi og eitthvað gott með verður í boði.
 
Hlökkum til að sjá ykkur!
 
Starfsmenn Þekkingarsetursins

Rannsókn um námsframboð á Norðurlandi vestra

13.09.2013

Þekkingarsetrið vinnur nú að rannsókn um námsframboð á Norðurlandi vestra.  Gagnaöflun er farin af stað og er niðurstaðna að vænta innan tíðar.

 

Breytingar í starfsmannahaldi hjá Þekkingarsetrinu

05.09.2013

Það hafa orðið breytingar í starfsmannahaldi hjá Þekkingarsetrinu á síðustu mánuðum. Gunnar Tryggvi Halldórsson lét af störfum, Catherine Chambers for í fæðingarórlof, og Ásdís Ýr Arnardóttir var ráðin í tímabundið starf hjá Þekkingarsetrinu. 

Mikið um að vera í Þekkingarsetrinu um Húnavökuna

25.07.2013

 Mikið var um að vera í Þekkingarsetrinu um Húnavökuna: Sýning á fatnaði á vegum Textílsetursins, súpukeppni og sögugangur um gamla bæinn á Blönduósi. 
 
 

Samstarfsverkefni með Laxasetrinu

27.06.2013

Samfélagssjóður Landsvirkjunar hefur veitt styrk til Laxasetursins Íslands til að taka saman upplýsingar um áhrif virkjunar Blöndu á vatnasvæði árinnar. 

Nemendur 10. bekkjar í heimsókn

20.06.2013

 Nemendur 10. bekkjar í Blönduskóla komu í heimsókn í Þekkingarsetri fyrir sumarfrí skólans til að kynna sér starfsemina. Við þökkum kærlega fyrir komuna!