News

Päivi Vaarula í listamiðstöðinni

08.06.2017

Þekkingarsetur á Blönduósi og Textílsetur Íslands bjóða velkomna Päivi Vaarula í textíllistamiðstöðina í Kvennaskólanum á Blönduósi.  Päivi hlaut Nordic-Baltic Scholarship, sem Þekkingarsetrið og Textílsetrið standa fyrir árin 2016-17. Verkefnið hlaut styrk Nordic Culture Point árið 2016.

 

Päivi Vaarula er textíllistamaður og listakennari frá Finnlandi, en sérsvið hennar er vefnaður og jurtalitun. Frekari upplýsingar má finna hér

Alls sóttu 22 listamenn um Nordic-Baltic Scholarship, en þrír textílistamenn hlutu styrk. Baiba Osite frá Lettlandi var styrkhafi í nóvember - desember 2016. Kerstin Lindström fräa Sviðþjóð dvaldi í listamiðstöðinni í maí - júní 2017. Hún stjórnaði prjónagjörningi OWN YOUR OWN TIME VI á Blönduósi þann 10. júní. 

 

Päivi mun halda fyrirlestur á Húnavöku, bæjarhátið Blönduósbæjar þann 16. júlí 2017. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna í Kvennaskólanum!