News

Textílmiðstöð Íslands verður til

10.01.2019

 

Þann 8. janúar var haldinn fulltrúaráðsfundur með fulltrúarráði og fráfarandi stjórnarmönnum Textílseturs Íslands og Þekkingarsetursins á Blönduósi. 

 

Þar mættu fulltrúar frá Atlantic Leather – Gestastofa Sútarans, Blönduósbær, Byggðastofnun, Byggðasamlag um atvinnu og menningarmál, Farskólinn - Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, Ferðamálasamtök Norðurlands vestra, Fjölbrautaskólinn Norðurlands vestra, Háskólinn á Bifröst, Heimilisiðnarfélagið Íslands, Húnavatnshreppur, Ístex, Kidka, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri,  Listaháskóla Íslands, Myndlistaskóla í Reykjavík, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Landsvirkjun, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandivestra, Textílfélag Íslands, Uppspuni og Vinir Kvennaskólans.

 

Fundur var haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi skmv. nýjum skipulagsskrám fyrir Textílmiðstöð Íslands, þekkingarsetur á Blönduósi og Textíllistamiðstöð sem samþykkt var haustið 2018. Á dagskrá var kynning á starfseminni, stefnumótun og fulltrúarráðsfundur þar sem kosinn var ný stjórn.

 

Þar með er Textílmiðstöð Íslands, þekkingarsetur á Blönduósi orðin að raunveruleika. Um er að ræða samþættingu Textílseturs Íslands og Þekkingarsetursins á Blönduósi. Með þessu sameinast tilgangur og markmið beggja stofnana, fulltrúarráð og stjórn, starfsmenn og verkefni. 

 

Ný heimasíða, textilmidstod.is // textilecenter.is mun opnast á næstu dögum.