Laxfiska

 

Daniel Govoni var sérfræðingur Þekkingarsetursins á sviði laxfiska 2013 - 2016. Hann tók þátt í verkefni Líffræðileg fjölbreytni í grunnvatni á ÍslandiVerkefnið var stýrt af starfsmönnum Háskólans á Hólum og hlaut styrk frá Rannís 2014. Samstarfsaðilar voru sérfræðinga frá Veiðimálastofnun og Háskólanum í Alaska, FairbanksDan brautskráðist með MS í sjávar- og vatnalíffræði frá Háskólanum á Hólum árið 2011, en rannsóknin um fjölbreytni í grunnvatni er doktórsverkefni hans.

 

Mikilvægt er að skilja þá þætti sem leiða til, viðhalda og breyta líffræðilegri fjölbreytni. Þetta er sérstaklega mikilvægt nú á dögum þegar líffræðileg fjölbreytni jarðarinnar breytist hratt. Hægt er að líta á íslensk ferksvatnskerfi sem náttúrulega tilraunastofu til þess að rannsaka þessa þætti. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa mikilvægar upplýsingar um það hvernig við eigum að nýta og vernda grunnvatnsauðlindina. 

 

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Hólaskóla. 

 

Dan Govoni að taka sýni í Varmá í Hveragerði.