Samstarf

 
Þekkingarsetrið á Blönduósi byggir aðallega á samstarfi við ýmis fyrirtæki og stofnanir á Norðurlandi vestra og víðar, bæði í rannsóknar- og þróunarverkefnum á sérsviðum setursins og eflingu menntunar á svæðinu almennt. Unnið er í verkefnum til lengri tíma sem og styttri tímabundnum verkefnum. Eftirfarandi eru upplýsingar um stoðstofnanir Þekkingarsetursins og helstu samstarfsaðila hingað til. 
 
 
    
 
Blönduós er 860 manna bær staðsettur við Húnaflóa á Norðurlandi vestra. Atvinna er meðal annars tengd landbúnaði, iðnaði, verslun, þjónustu og ferðaþjónustu. Sveitarstjóri er Arnar Þór Sævarsson. Þekkingarsetur og Blönduósbær hafa verið í samstarfi t.d. í sambandi við sumarstörf unglinga og eflingu safnastarfs á svæðinu. 
Sími 4554700 / www.blonduos.is
 
 
        
 
Háskólinn á Hólum er staðsettur á Hólum í Hjaltadal í Skagafirði. Þar er boðið upp á nám í ferðamálafærði, fiskeldis- og fiskalíffræði og hestafræði. Starfsemi Háskólans á Hólum heyrir undir ráðuneyti mennta- og menningarmála og ber ráðherra ábyrgð á að skólinn uppfylli lagaleg skilyrði um gæði menntunar. Rektor skólans er Erla Björk Örnólfsdóttir. Samstarf Þekkingarseturs og Hólaskóla er í formi eflingu rannsókna á sviði laxfiska og strandmenningar, og ráðningu sameiginlegra starfsmanna með starfstöðu á Blönduósi. 
Sími 455 6300 / www.holar.is
 
 
  
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi hefur að geyma heimagerða tóvinnu og textílmuni. Einnig eru þar til sýnis þjóðbúningar og listfengar hannyrðir. Heimilisiðnaðarsafnið er opið frá 1. júní til 31. ágúst, kl. 10:00 - 17:00. Forstöðumaður er Elín S. Sigurðardóttir. Samstarfsyfirlýsing er á milli Heimilisiðnaðarsafnsins og Þekkingarsetursins um vinnuframlag sérfræðings á sviði textíls við safnið, og aðgengi textíllistamanna að safninu. 
Sími 452 4067 / www.textile.is
 
 
 
     
 
Húnavatnshreppur er sveitarfélag á Norðurlandi vestra. Íbúafjöldi sveitarfélagsins er um 400. Sveitarstjóri er Einar Kristján Jónsson. Húnavatnshreppur hefur styrkt verkefni á vegum Þekkingarsetursins, þar að meðal málþing um Jóhönnu Jóhannesdóttur árið 2015. 
Sími 452 4660 / www.hunavatnshreppur.is
 
 
 
   
 
Farskólinn er miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra og staðsett á Sauðárkróki. Framkvæmdastjóri Farskólans er Bryndís K. Þráinsdóttir. Farskólinn og Þekkingarsetrið vinna saman að eflingu menntunar, t.d. með  þarfagreiningu, námskeiðum og fyrirlestrum. Námsver og fjarprófsaðstaða er staðsett í Kvennaskólanum undir umsjón starfsmanna Þekkingarsetursins. 
Sími: 455 6010 / www.farskolinn.is
 
 
 
Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Landsvirkjun er ein af stofnaðilum Þekkingarsetursins. 
 
 
 
   
 
Textílsetur Íslands var stofnað 2005. Meginhlutverk Textílseturs Íslands er að efla rannsóknir og menntun á íslenskum textíliðnaði og handverki.  Framkvæmdastjóri Textílsetursins er Jóhanna E. Pálmadóttir. Textíllistamiðstöð og uppbygging náms á sviði textíls í Kvennaskólanum er sameiginlegt þróunarverkefni Textílsetursins og Þekkingarsetursins síðan 2012. 
Sími 452 4300/ www.textilsetur.com
 
 
        
 
Málaflokkar sem SSNV fæst við varða m.a. byggðaþróun, atvinnumál, menntamál, samgöngumál, menningarmál og kynningu Norðurlands vestra. Heimilt er að stofna og starfrækja ráð og nefndir til að sinna afmörkuðum verkefnum og hafa samvinnu um vinnu við tiltekna málaflokka á grundvelli samninga. Þekkingarsetrið hefur hlotið styrk frá sjóðum SSNV vegna verkefna. 
Sími 455 2510 / www.ssnv.is
 
 
 
 
Ferðamálafélag A-Hún hefur verið starfrækt frá árinu 2013. Fjöldi félagsmanna telur að jafnaði 34 og í stjórn sitja þrír aðalmenn og tveir varamenn. Ráðin var ferðamálafulltrúi í Austur-Húnavatnssýslu í júní 2017, en ferðamálafélagið hefur yfirumsjón með störfum hans. Starfsaðstaða er í Kvennaskólanum. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 8:00 - 16:00. 
Sími 452 4848/ info@nwest.is