Strandmenning

 

Catherine Chambers vann að rannsóknum á sviði strandmenningar hjá Þekkingarsetri í samstarfi við Háskólanum á Hólum 2013 - 2016. Hún lauk doktórsgráðuna við Háskólann í Fairbanks, Alaska þann 22. apríl 2016. 

 

Doktórsrannsókn Catherine, sem byggist m.a. á spurningakönnun milli íslenskra sjómanna sem var framkvæmd sumarið 2013, snýr að stjórnun fiskveiða og hvernig hún getur haft áhrif á sjómenn sem stunda smábátaveiðar.

 

Catherine vann tímabundið við fiskveiðar á smábátum bæði í Kodiak, Alaska og á Íslandi. Einnig vann hún við fiskvinnslu og tók viðtöl við sjómenn viðar á Norðvesturlandi og á Ströndum til þess að fá innsýn við dagsdaglega vinnu smábátarsjómanna og starfsfólk fiskvinnslunnar. 

 

Rannsókn Catherine tekur sérstakt viðmið við stjórnun núverandi sjávarútvegskerfis og hvernig það endurspeglar þarfir sjómanna. Niðurstöður sýna m.a. að fjöldi svarenda spurningarkönnunarinnar finnst kvótakerfið snúast of mikið um fjárhagslegan ávinning og litið um verndun auðlinda. Svarendur töldu einnig að kerfið skorti möguleika fyrir sjómenn til að stuðla að ákvarðanatöku og tækifæri til að taka meiri þátt í fiskveiðistjórnun. Einnig kom fram að meðalaldur starfsmanna í sjávarútvegi landsins er að aukast, og erfitt er fyrir byrjendur að hefja störf vegna fjárhagslegra hindrana. 

 

Á heimasíðu Háskólans í Fairbanks, Alaska, má finna grein um rannsókn Catherine á ensku. Grein eftir Catherine um rannsókn hennar birtist í  Marine Policy í júní 2017.