Sýningar í Kvennaskólanum

 

 

Í Kvennaskólanum eru staðsettar tvær sýningar:

 

Minjastofa Kvennaskólans

Minjastofa Kvennaskólans er sett upp af Vinum Kvennaskólans. Tilgangurinn er að varðveita muni og sögu skólans sem starfaði á árunum 1879 - 1978. Um 3500 stúlkur stunduðu nám við Kvennaskólann á Blönduósi. Baðstofan hefur verið varðveitt í sinni upprunalegu mynd, sem og hluti af heimavistinni og vefnaðarloftið. Í Elínarstofu eru munir Elínar Briem sem var forstöðukona skólans á fyrstu árum skólans. Boðið er upp á leiðsögn um húsið og sýningarnar. 

 

         
Myndir: Róbert Daníel Jónsson.
 

 

Vatnsdæla á Refli

Verkefnið Vatnsdæla á Refli er hugarsmið Jóhönn E. Pálmadóttur, en þar er verið að sauma Vatnsdælasögu í refil sem verður að verki loknu 46 metra langur. Saumað er með hinu forna refilsaumi og geta allir tekið þátt í því. Byrjað var á reflinum árið 2011 og voru teikningar unnar af Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur í samstarfi við nemendur í Listaháskóla Íslands. Þátttakendur fá kennslu í refilsaumi, kynningu á sögunni og verkefninu og fá nafn sitt ritað í bók. 

 

   
 Myndir: Róbert Daniel Jónsson. 
 

 

Sýningarnar eru opnar mán. - fös. frá kl. 13:00 - 17:00 yfir sumarmánuðina en annars eftir samkomulagi. 

Aðgangseyrir: 500 kr. (1500 kr. pr. klst. þegar saumað er.) 

 

Vinsamlegast hafið samband við Aðalbjörgu Ingvarsdóttur, formann Vina Kvennaskólans (s. 893-4341), Jóhönnu Pálmadóttur, forsvarsmann Refilsins (s. 898-4290), eða skrifstofu Þekkingarsetursins (s. 452-4030) fyrir frekari upplýsingar.