Um listamiðstöð

 
Textíllistamiðstöðin í Kvennaskólanum er samstarfsverkefni Þekkingarsetursins og Textílsetur Íslands síðan 2012. 
 
Listamiðstöðin er ætluð textíllistamönnum frá öllum heiminum og býður upp á gisti- og vinnuaðstöðu í skapandi umhverfi. Listamennirnir hafa aðgang að Heimilisiðnaðarsafninu og geta stundað þar rannsóknarvinnu. Þeir skipuleggja og taka þátt í ýmsum menningarlegum viðburðum og samstarfsverkefnum á svæðinu og setja þannig svip á bæjarlífið. 
 
 
           
 
Ítarlegar upplýsingar um listamiðstöðina og viðburði hennar má finna á heimasíðu Textílsetursins, www.textilsetur.com, og Facebook síðu listamiðstöðvarinnar, www.facebook.com/textilsetur.islands
 

Umsjónarmaður listamiðstöðvarinnar er Jóhanna Pálmadóttir, textilsetur.residency@simnet.is