Verkefni í vinnslu

 

 

 

Hagnýtt rannsóknarverkefni Bridging Textiles to the Digital Future".  Um er að ræða samstarfsverkefni Þekkingarsetursins og Textílsetur Íslands. Í því felst m.a. skráning á vefnaðarmunstrum sem tilheyra Vinum Kvennaskólans og Textílsetri Íslands í rafrænan gagnagrunn, uppsetning vefsvæðis þar sem munstrin verða aðgengileg fyrir textíllistamenn, hönnuði og nemendur á sviði textíls og miðlun sérþekkingar á TC2 rafrænum vefstól sem staðsettur er í Kvennaskólanum. Verkefnið er áætlað til þriggja ára og hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís í apríl 2017. Verkefnið hofst 1. september. Ragnheiður Björk Þórsdóttir vefnaðakennari og veflistamaður hefur aðalumsjón með verkefninu.  

       

 

 

ArtEnVaff / The IceView. ICEVIEW er tímarit um bókmenntir og listir sem fjallar um verk rithöfunda og listamanna, sem ferðast til Íslands, í sköpunarhugleiðingum. Tímaritið er óháð og ekki gefið út í hagnaðarskyni. Það miðlar reynslu listamanna af dvöl þeirra á Íslandi með viðtölum, myndum af listaverkum auk þess að birta ritverk þeirra. ICEVIEW er samstarfsverkefni NList, NES listamiðstöðvar á Skagaströnd og Þekkingarsetursins. Það hlaut styrk frá Uppbyggingasjóði 2016 og 2017. Fyrsta tölublað kom út maí 2017. 

 

 

 

Prjónagleði 2018. Stefnt er á að halda hátið fyrir áhugafólk um prjón í þriðja skipti á vegum Textílsetur Íslands og samstarfsaðilar á Blönduósi 8. - 10. júní 2018. Nánari upplýsingar má finna á heimasiðu Prjónagleðarinnar, www.prjonagledi.is

 

Textíllistamiðstöð í Kvennaskólanum. Samstarfsverkefni Þekkingarsetursins og Textílsetur Íslands síðan 2012. Listamiðstöðin er ætluð textíllistamönnum og nemendum á sviði textíls og býður upp á gisti- og vinnuaðstöðu í skapandi umhverfi. Listamennirnir hafa aðgang að Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi og geta stundað þar rannsóknarvinnu. Þeir dvelja í Kvennaskólanum í 1-3 mánuði, taka þátt í ýmsum menningarlegum viðburðum og samstarfsverkefnum á svæðinu og setja þannig svip á bæjarlífið.