Verkefni í vinnslu

 

 

 

Hagnýtt rannsóknarverkefni Bridging Textiles to the Digital Future".  Um er að ræða samstarfsverkefni Þekkingarsetursins og Textílsetur Íslands. Í því felst m.a. skráning á vefnaðarmunstrum sem tilheyra Vinum Kvennaskólans og Textílsetri Íslands í rafrænan gagnagrunn, uppsetning vefsvæðis þar sem munstrin verða aðgengileg fyrir textíllistamenn, hönnuði og nemendur á sviði textíls og miðlun sérþekkingar á TC2 rafrænum vefstól sem staðsettur er í Kvennaskólanum. Verkefnið er áætlað til þriggja ára og hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís í apríl 2017. Verkefnið hofst 1. september. Ragnheiður Björk Þórsdóttir vefnaðakennari og veflistamaður hefur aðalumsjón með verkefninu.  

       

 

 

The IceView. ICEVIEW er tímarit um bókmenntir og listir sem fjallar um verk rithöfunda og listamanna, sem ferðast til Íslands, í sköpunarhugleiðingum. Tímaritið er óháð og ekki gefið út í hagnaðarskyni. Það miðlar reynslu listamanna af dvöl þeirra á Íslandi með viðtölum, myndum af listaverkum auk þess að birta ritverk þeirra. ICEVIEW er samstarfsverkefni NList, NES listamiðstöðvar á Skagaströnd og Þekkingarsetursins. Það hlaut styrk frá Uppbyggingasjóði 2016 og 2017. Fyrsta tölublað kom út maí 2017. 

 

 

 

Prjónagleði / Icelandic Knitting Festival. Árlega hátið fyrir áhugafólk um prjón á vegum Textílsetur Íslands og samstarfsaðilar haldin á Blönduósi aðra helgina í júní. Nánari upplýsingar má finna á heimasiðu Prjónagleðarinnar, www.prjonagledi.is

 

Textíllistamiðstöð í Kvennaskólanum. Samstarfsverkefni Þekkingarsetursins og Textílsetur Íslands síðan 2012. Listamiðstöðin er ætluð textíllistamönnum og nemendum á sviði textíls og býður upp á gisti- og vinnuaðstöðu í skapandi umhverfi. Listamennirnir hafa aðgang að Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi og geta stundað þar rannsóknarvinnu. Þeir dvelja í Kvennaskólanum í 1-3 mánuði, taka þátt í ýmsum menningarlegum viðburðum og samstarfsverkefnum á svæðinu og setja þannig svip á bæjarlífið.