Fréttir

Nemendur Listaháskólans í heimsókn

25.11.2015
10 nemendur Listaháskólans stunda rannsóknarvinnu í Kvennaskólanum 24.11. - 27.11. 2015, ásamt kennara sínum Katrínu Káradóttur. 
 
Það er ekki verra að byrja skóladaginn með líflegum fyrirlestri um sögu vefnaðs frá Ragnheiði Þórsdóttur vefnaðakennara í Kvennaskólanum á Blönduósi!
 
10 nemendur Listaháskólans dvelja í skólanum út vikuna, ásamt kennara sínum Katrínu Káradóttur. Nemendur heimsækja ullarþvottastöði Ístex, Gestastofu Sútarans, Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og fá kennslu frá Ragnheiði í vefnaði og frá Jóhönnu Pálmadóttur, framkvæmdastjóra Textílssetursins og verkefnastjóri Þekkingarsetursins í prjóni, hekli, útsaum og spuna.
 
Það er í annað sinn sem nemendur Listaháskólans eru í rannsóknarvinnu á Blönduósi, en fyrsti hópurinn dvaldist í Kvennaskólanum í nóvember 2014. Áhrif kennslunnar í Kvennaskólanum á nemendur sem komu 2014 voru mikill að mati kennara. Það kom t.d. í ljós á síðasta vori við útskrift að lokaverkefnin báru keim af kennslu sem þau hlutu hér. Sumir nemendur ófu efni eða nýttu vefnað í verkefnin, eins sást bæði útsaumur, spunið band, fiski- og mokkaskinn, en ekkert af þessu hefur ekki sést áður í slíku umfangi.
 
Nemendur koma frá hönnunardeild Listaháskóla Íslands og eru á þriðja og lokaári í náminu, en textíll er ekki ennþá kenndur á háskólastigi á Íslandi. Stefnt er að því að færa dvölina yfir á annað ár svo þekking sem þau fá hér á svæðinu nýtist þeim lengur í náminu.