Fréttir

Myndbönd um textíl á Norðurlandi vestra

04.02.2016
Það er komið út fyrsta myndband af átta um textíl á Norðurlandi vestra sem Þekkingarsetrið og Textílsetrið létu útbúa fyrir jól til að kynna svæðið. Á næstu vikum munu fleiri myndbönd bætast við. 
 
Myndbönd voru tekin upp í desember 2015 á vegum Þekkingarsetursins og Textílsetursins og fjalla um textíl og textíltengda starfsemi á Norðurlandi vestra á léttan og skemmtilegan hátt. Morgan Rhys Tams, kvikmyndamaður, og Melody Woodnut, listamaður og fyrrverandi forstöðumaður Nes listamiðstöðvarinnar á Skagaströnd, eru hugmyndasmiðir verkefnisins og framkvæmdu það með aðstoð listamanna frá Skagaströnd og úr textíllistamiðstöðinni í Kvennaskólanum á Blönduósi, ásamt íbúum svæðisins.   
 
Myndböndin eiga að minna á textílhefðir á Norðurlandi vestra og vekja athygli á að hér er frábær staður fyrir textíl- og listatengda starfsemi. 
 
Myndböndin skiptast átta þætti og munu birtast á Vimeo og Facebook síðum Þekkingarsetursins og Textílsetursins á næstu vikum.