Fréttir

Styrkveiting til Þekkingarsetursins frá Kulturkontakt Nord

21.03.2016

 

Þekkingarsetrið og Textílsetrið hlutu styrk frá Kulturkontakt Nord til að bjóða textíllistamönnum til að koma og dvelja í listamiðstöðinni í Kvennaskólanum.

 

Kulturkontakt Nord (Norræna menningargáttin) eru virk menningarsamtök og nær starfssvið þeirra yfir öll Norðurlöndin. Samtökin starfa á þremur sviðum og er skrifstofa þriggja norrænna styrkjaáætlana: Menningar- og listaáætlunar  Norrænu ráðherranefndarinnar, menningartengdu ferðaáætlunarinnar milli Norður- og Eystrasaltslandanna og NORDBUK styrkjaáætlunarinnar.  

 

Kulturkontakt Nord mótar norrænt menningarsamstarf, bæði á Norðurlöndunum og alþjóðavísu. Starfsemin myndar fjárhagslegan, stafrænan og raunverulegan vettvang fyrir menningarsamkomur á Norðurlöndunum. Norræna menningargáttin eru samtök á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. 

 

Styrkurinn til listamiðstöðvarinnar er tæpar 2 milljónir og er veittur til tveggja ára fyrir verkefni "Baltic-Nordic Arts Scholarship Programme". Styrkurinn gerir okkur kleift að bjóða listamönnum til að koma og dvelja í listamiðstöðinni tvo mánuði í senn.