Fréttir

Háskólalestin og Háskóli unga fólksins á Blönduósi 13. - 14. maí

16.05.2016
 
Háskóli unga fólksins (HUF) hefur verið starfræktur á vegum Háskóla Íslands frá árinu 2004 og notið mikilla vinsælda. HUF hefur undanfarin ár verið á faraldsfæti í svokallaðri Háskólalest sem heimsótt hefur á þriðja tug áfangastaða á landinu. 13. - 14. maí 2016 stoppadi lestinn á Blönduósi og voru starfsmenn Þekkingarsetursins með í fjörinu.
 

 

Heimsóknin lestarinnar á Blönduósi var sett saman úr tveggja daga dagskrá, föstudag 13. maí fyrir grunnskólanema, og laugardag 14. maí þar sem var haldin vísindaveisla fyrir alla fjölskylduna. Á vsindaveislunni var margt skemmtilegt í boði, margskonar sýnitilraunir, gagnvirk tæki og tól, stjörnuver og lífandi fiskar og krabbar í boði Biopols, líffræði-og sjávartæknisetur á Skagaströnd. Starfsmenn Þekkingarsetursins buðu upp á vísindalegar tilraunir, en hægt var að læra um jarðvegsig, skoða mismunandi tegundir af ull undir smásjá og prufa sig áfram í útsaum og þæfing. Viðburðurinn var vel sóttur og var gaman að vera með! 

 

 

 

    


Nánar um Háskóla unga fólksins og Háskólalestina á haskolalestin.hi.is/