Fréttir

Fyrirlestur í Heimilisiðnaðarsafninu

02.06.2016

Sunnudaginn 5. júní kl. 14:00 mun Ásdís Jóelsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, flytja fyrirlestur í Heimilisiðnaðarsafninu, „Saga lopapeysunnar“.

Fyrirlesturinn er byggður á sameiginlegu rannsóknarverkefni Heimilisiðnaðarsafnsins, Hönnunarsafns Íslands og Gljúfrasteini, húsi skáldsins, um íslensku lopapeysuna, sem Ásdís vann.

Venjulegur aðgangseyrir safnsins gildir.

Fleiri upplýsingar má finna á heimasíðu safnsins, www.textile.is