Fréttir

Prjónagleði hefst í dag

10.06.2016

 

Í dag hefst Prjónagleði - hátið fyrir áhugafólk um prjón á Blönduósi sem Textílsetur Íslands og samstarfsaðilar standa fyrir 10. - 12. júní.

 

Prjónagleði hefur að markmiði að sameina reynda kennara og áhugasamt prjónafólk til að læra nýjar aðferðir í prjóni og deila og miðla reynslu.  Prjónagleði  er hugmynd Jóhönnu Pálmadóttur, framkvæmdastjóri Textílsetursins, og fær innblástur sinn frá prjónahátíðinni Fanö sem haldin er árlega í Danmörku. 

Dagskrá á Blönduósi er fjölbreytt: Boðið verður m.a. upp á ellefu mismunandi námskeið, fyrirlestra, spunakeppni, sölusýning, og leiðsögn um Kvennaskólann. Setningarathöfn verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi kl. 20:00 í kvöld. 

Nánari upplýsingar, s.s. lýsing á námskeiðum, fyrirlestrum og varðandi miðasölu má finna á heimasíðu Textilseturs Íslands; www.textilsetur.com. eða á Facebooksíðu Prjónagleðis.