Fréttir

Málstofa á Blönduósi um nýsköpun í orkuiðnaði

22.06.2016

Málstofa á Blönduósi um nýsköpun í orkuiðnaði verður haldin í Félagsheimilinu á Blönduósi nk. fimmtudag, kl. 15:00 - 19:00. Málstofan er á vegum Landsvirkjunnar og samstarfsaðilum og er öllum opin. 

Virkjum hugaraflið - Málstofa um nýsköpun í orkuiðnaði verður haldin í Félagsheimilinu á Blönduósi 23. júní næstkomandi. Landsvirkjun, KPMG, Iceland Geothermal og Nýsköpunarmiðstöð Íslands standa fyrir málstofunni ásamt atvinnuþróunarfélögum og sveitarfélögum á svæðinu. 

Málstofan er opin öllum sem hafa áhuga á nýsköpun í orkuiðnaði og þátttakendum býðst að fræðast um framgang nýsköpunar og taka þátt í hugmyndasamkeppni og keppa til veglegra verðlauna. 

Dagskrá: 

Nýsköpun og tækifæri í orkuiðnaði

Fjölbreytileiki og árangur frumkvöðlaverkefna

Hvernig kem ég góðri hugmynd í framkvæmd? Gerð viðskiptaáætlana og stuðningur við frumkvöðla

Hugmyndasamkeppni. Greiddu leiðina fyrir hugmyndina þína inn í Startup Energy Reykjavík sem haldið verður í haust.

Virkjum tengslin. Boðið verður upp á léttar veitingar í lok málstofunnar

Skráning fer fram á www.landsvirkjun.is/virkjumhugaraflid