Fréttir

Svæðisleiðsögunám á vegum Farskólans NV

01.07.2016

 

Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra ætlar að bjóða upp á svæðisleiðsögunám næsta skólaár ef nægur áhugi reynist vera fyrir hendi. Kennt verður samkvæmt námsskrá Leiðsöguskóla MK. 

Námið stendur yfir í tvær annir og telur alls 23 einingar. Kennt verður í fjarnámi og nokkrum staðlotum. Markmið leiðsögunáms er að búa nemendur undir að fylgja ferðamönnum um Norðurland vestra. Nám í svæðisleiðsögn er víðfermt og fjölbreytt. Fjallað er um jarðfræði Íslands, sögu og menningu, gróður, dýralíf, atvinnuvegi, íslenskt samfélag, bókmenntir og listir. Nemendur eru fræddir um helstu ferðamannastaði á Norðurlandi vestra, ferðamannaleiðir, náttúruvernd, umhverfismál og leiðsögutækni. Fyrirlesarar og kennarar eru allir sérfróðir um einstaka málaflokka.

Námið verðu auglýst nánar í næsta mánuði en hægt er að fá nánari upplýsingar og skrá sig á netfangið david@ssnv.is og netfangið halldorb@farskolinn.is.

Svæðisleiðsögunámið er samstarfsverkefni Farskólans, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.