Fréttir

GPS ratleikur á vegum Þekkingarsetursins á Húnavöku

11.07.2016
 
Þekkingarsetur stendur fyrir ratleik fyrir alla fjölskyldunni sem byggist á GPS hnitum. Ratleikurinn tekur u.þ.b. 1 1/2 klst og leiðir þátttakendur í gegnum Blönduós. Hægt er að taka þátt hvenær sem er á meðan Húnavaka stendur yfir. 
 
 

Hvað er GPS? GPS stendur fyrir Global Positioning System, en það er tækni sem gerir fólki kleift að finna staðsetningu sína á jörðinni með tiltölulega litilli skekkju (innan við 20 metra.) GPS byggist á gervihnöttunum, sem ferðast í kringum jörðina og senda stanslaust staðsetningur til móttakararnir, s.s. GPS tæki í bil eða forrit í síma. Móttakarnir taka við merkjum af hnöttunum og reikna með hjálp fjarlægðar frá hverjum hnetti staðsetninguna á jörðinni. 

 
Hvernig virkar leikurinn? Leikurinn stendur yfir alla Húnavöku-helgina og hægt er að taka þátt hvenær sem er. Fyrsta GPS hnitið verður birt á Facebooksíðu Þekkingarsetursins á föstudagsmorgni. Allt sem þarf að gera er að taka GPS hnitið frá Facebook og finna viðkomandi stað á Blönduósi með því að leita í GPS forrit í símanum eða á netinu.
 
Hægt er að leita að GPS hnitum t.d. á Google maps eða á vefsíðu gps-coordinates.net með því að setja inn uppgefin hnit í "DMS - degrees, minutes, seconds" flipann. Hægt að skoða GPS staðsetningu í áttavita forrit sem fylgir flestum símum í dag. Ef eitthvað fer úrskeiðis þá eru einnig skriflegar vísbendingar um næsta stað gefnar upp.
 
Svo er farið á þann stað, en þar má finna næstu vísbendingu / GPS hnit auk skemmtilegra upplýsinga. Felustaðir eru vel merktir með rauðu bandi og er mikilvægt að skilja upplýsingum eftir fyrir aðra þátttakendur. 
 
Stöðvar eru 6 samtals og þó nokkuð dreift um allan bæ. Við mælum með að fólk fari hjólandi ef veður leyfi, eða gefur sér góðan tíma í göngutúr. Á lokastaðnum er gestabók þar sem þátttakendur kvitta fyrir sig. Lokað verður fyrir leikinn á sunnudagskvöldi. Þrir vinningshafar verða þá dregnir út eftir Húnavöku og haft veður samband við þá.
 
Athugið: Ef einhverja spurningar vakna á meðan leik stendur getur starfsfólk upplýsingarmiðstöðvar í bókasafnshúsi aðstoða, en þar er opið alla daga frá kl. 9:00 - 17:00. Síma: 452 4848. 
 
Gangi ykkur vel og góða skemmtun!