Fréttir

Verkefni vegna vefnaðarmunstra

26.08.2016

 

Vegna áframhaldandi uppbyggingu á sviði textíls hafa Þekkingarsetrið á Blönduósi og Textílsetur Íslands ráðið Ragnheiði Björk Þórsdóttur, veflistamann og vefnaðarkennara, til að sinna skráningu á vefnaði.

 

Ragnheiður mun greina og skrásetja munstur sem tilheyra kennslugögnum Kvennaskólans á Blönduósi og undirbúa munstrin fyrir útgáfu, ásamt öðrum vefnaðargögnum sem varðveitt eru af Vinum Kvennaskólans. Einnig mun Ragnheiður hafa yfirumsjón með veflofti Kvennaskólans og leiðbeina listamönnum sem dvelja í textíllistamiðstöðinni sem og nemendum Listaháskólans og Myndlistaskólans í Reykjavík. Hafin er undirbúningur að samstarfi Textílsetursins við Myndlistaskólann, en nemendur Listaháskólans hafa komið í námsdvöl sl. þrjá vetur.

 

Verkefni vegna vefnaðarmunstra er tímabundið og mun leggja grunn fyrir rannsóknir á vefnaði og vefnaðarkennslu í framtíðinni. Einnig eru bundnar vonir til þess að nemendur og textíllistamenn sem dvelja í Kvennaskólanum muni nýta gagnagrunninn fyrir verkefni sín sem og innblástur í listaverkum sínum.

 

Við bjóðum Ragnheiði hjartanlega velkomna til starfa.