Fréttir

Prjónagleði haldin á Blönduósi 9. - 11. júní 2017

01.05.2017

Prjónagleði 2017 er önnur prjónahátíðin á vegum Textílseturs Íslands og samstarfsaðila og verður haldin á Blönduósi, helgina 9.-11. júní, 2017. 

 

Prjónagleðin er haldin að fyrirmynd prjónahátíðarinnar á Fanø í Danmörku. Á hátíðinni verður boðið upp á allt að 20 námskeið og fyrirlestra sem tengjast prjóni með einum eða öðrum hætti. Einnig verða sölubásar þar sem prjónatengdur varningur verður til sýningar og sölu. Markmið verkefnisins er að leiða saman kennara og áhugafólk um prjónaskap ásamt atvinnufólki í greininni. Allir áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á vef Prjónagleðinnar. 

 

Textíllistamaðurinn og listakennarinn Kerstin Lindström frá Svíþjóð mun stjórna prjónagjörningi á Prjónagleði 2017. Gjörningurinn hefur verið haldinn í Svíþjóð, Frakklandi, Kanada og á Shetlanddseyjum og mun hann fara fram á Blönduósi laugardaginn 10. júní frá klukkan 17:30-18:30. 

 

Gjörningurinn heitir „Own your own time VI“ – sögulegur prjónagjörningur fyrir 83 manneskjur. Aðgangur er ókeypis, en vinsamlegast notið skráningarformið hér til að skrá þátttöku.  

Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu gjörningsins.