Fréttir

Kerstin Lindström í listamiðstöðinni

15.05.2017

 

Þekkingarsetur á Blönduósi og Textílsetur Íslands bjóða velkomna Kerstin Lindström í textíllistamiðstöðina í Kvennaskólanum á Blönduósi.  Kerstin hlaut Nordic-Baltic Scholarship, sem Þekkingarsetrið og Textílsetrið standa fyrir árin 2016-17. Verkefnið hlaut styrk Nordic Culture Point árið 2016.

 

 

Kerstin Lindström er textíllistamaður og listakennari frá Sviðþjóð. Verkin hennar eru bæði unnin sem einstaklingsverk og í samvinnu við aðra. Þau geta verið í formi skúlptúra, uppsetninga (installation) og viðburða, en áhugasvið Kerstin eru tími og rúm, náttúra og staðurinn þar sem fortíð og framtíð mætast. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu hennar, www.kerstinlindstrom.se

 

Alls sóttu 22 listamenn um Nordic-Baltic Scholarship, en þrír textílistamenn hlutu styrk. Baiba Osite frá Lettlandi var styrkhafi í nóvember - desember 2016. Kerstin Lindström mun dvelja í listamiðstöðinni maí - júní, en Päivi Vaarula frá Finnlandi er væntanleg í júní og júlí 2017.

 

Kerstin Lindström mun stjórna prjónagjörningi á Prjónagleði sem verður haldinn á Blönduósi 9. - 11. júní 2017.  ,,OWN YOUR OWN TIME" var fyrst haldinn í Færeyjum árið 2011. Kerstin heldur út bloggsíðu  um verkefnið, en þar kemur saman stór hópur af áhugasamra prjónara. Hér má sjá myndband frá Færeyjum. 

 

Gjörningurinn hefur verið haldinn í Sviðþjóð, Frakkland, Kanada og á Shetlandseyjum og mun fara fram á Blönduósi laugardaginn, 10. júní frá 17:30-18:30.  Allir áhugasamir eru velkomnir og eru beðnir um að skrá sig á heimasíðu Prjónagleðinnar

 

Við bjóðum Kerstin hjartanlega velkomna í Kvennaskólanum!