Fréttir

Þórdís Rúnarsdóttir ráðin í stöðu ferðamálafulltrúa Austur-Húnavatnssýslu

15.06.2017

 

Þórdís Rúnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu ferðamálafulltrúa Austur-Húnavatnssýslu en alls bárust sex umsóknir um stöðuna. Þórdís er menntuð sem ferðamálafræðingur frá Háskólanum á Hólum og er auk þess með diplómu í viðburðastjórnun og landvarðarréttindi.

 

 

Ráðning í stöðu ferðamálafulltrúa er samstarfsverkefni Ferðamálafélags A-Hún, Þekkingarsetursins á Blönduósi, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps og Skagabyggðar. Starfsaðstöðu ferðamálafulltrúans verður í Kvennaskólanum á Blönduósi. 

Upplýsingamiðstöðin verður staðsett í bókasafninu á Blönduósi í sumar og opin frá 9-17 alla virka daga.