• Icelandic
  • English

Fréttir

Starfsemi Þekkingarsetursins 2017 og jólakveðjur

19.12.2017

 

Kvennaskólinn á Blönduósi er orðið sannkallað þekkingarsetur, en verkefnin setursins eru stöðugt að aukast. 

 

Starfsemin var fjölbreytt á árinu. Þekkingarsetrið var samstarfsaðili Ferðamálafélags A-Hún, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps og Skagabyggðar við átaksverkefni á sviði ferðamála. Verkefni ársins voru m.a. útgáfa afrifukorts og endurútgáfa bæklingsins ,,Milli fjalls og fjöru" og ráðning í stöðu ferðamálafulltrúa sem hefur starfsaðstöðu í Kvennaskólanum í dag.

 

Starfsmenn Þekkingarsetursins höfðu umsjón með námsveri í Kvennaskólanum, tóku þátt í undirbúningi Prjónagleði 2017 og stýrðu tilraunaverkefninu ,,Heimsókn listamanna í skóla” haustið 2017. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við Nes listamiðstöð og Textílsetri, en markmiðið var að efla samstarf milli listamiðstöðva og skóla á svæðinu og gefa nemendum tækifæri til að kynnast fjölbreytileika listanna frá mismunandi menningarheimum.

 

Starfsmenn komu einnig að útgáfu The IceView, tímarit um bókmenntir og listir sem fjallar um verk rithöfunda og listamanna sem ferðast til Íslands, og unnu að textíltengdum verkefnum. Áhersla var lögð á þróun rannsókna og áframhaldandi uppbygging textíllistamiðstöðvar í Kvennaskólanum á árinu í samstarfi við Textílsetrið. Alls dvöldu 91 listamenn í Kvennaskólanum á árinu, þar að meðal styrkhafa á vegum Kulturkontakt Nord: Baiba Osiite frá Lettlandi dvaldi í listamiðstöðinni í nóvember og desember 2016 og kenndi á námskeiði í silkimálun. Kerstin Lindström frá Sviðþjóð dvaldi hjá okkur í júní og júlí 2017 og stóð fyrir prjónagjörninginum, ,,Own your own time" á Prjónagleði 2017. Päivi Vaarula frá Finlandi dvaldi í listamiðstöðinni í júlí og ágúst og kenndi námskeið í jurtalitun á Húnavöku.  Mira-Liina Skyttälä frá Finnlandi dvaldi hjá okkur í nóvember og desember og kenndi námskeið í textílprentun. 

 

Þann 1. september 2017 hófst hagnýtt rannsóknarverkefni Bridging Textiles to the Digital Future", en það hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís á árinu. Um er að ræða samstarfsverkefni Þekkingarsetursins og Textílsetur Íslands. Í því felst m.a. skráning á vefnaðarmunstrum sem tilheyra Vinum Kvennaskólans, Heimilisiðnarsafninu o.fl. í rafrænan gagnagrunn, uppsetning vefsvæðis þar sem mynstrin verða aðgengileg fyrir textíllistamenn, hönnuði og nemendur á sviði textíls og miðlun sérþekkingar á TC2 rafrænum vefstól sem staðsettur er í Kvennaskólanum. Ragnheiður Björk Þórsdóttir vefnaðakennari og veflistamaður hefur aðalumsjón með verkefninu. 

 

Framundan eru spennandi tímar: Stefnt er m.a. á að halda list-og menningarrástefnu á Blönduósi í lok apríl og Prjónagleði, hátið fyrir áhugafólk um prjón á vegum Textílsetursins, sem verður haldið í þriðja skipti 8. - 10. júní 2018.  Nemendur frá Concordia háskóla í Kanada munu dvelja í listamiðstöðinni í júní 2018, en nemendur fá kennslu frá textílsérfræðingum í Kvennaskólanum, Ragnheiðar Bjarkar Þórsdóttur og Jóhönnu E. Pálmadóttur. 

 

Starfsmenn Þekkingarsetursins þakka fyrir árið sem er að liða og óska öllum farsældar á komandi ári!

 

Vinsamlegast athugið að skrifstofa Þekkingarsetursins mun vera lokað milli jóla og nýárs, en opnast aftur 3. janúar 2018. 

 

Fyrir hönd Þekkingarsetursins,

Katharina A. Schneider