• Icelandic
  • English

Fréttir

Nemendur Listaháskóla Íslands í listamiðstöðinni

25.01.2018

 

Átta nemendur frá Listaháskólanum í Reykjavík dvelja í textíllistamiðstöðinni um þessar mundir. 

 

Nemendahópar frá Listaháskólanum hafa komið í viku starfsnám með kennurum sínum siðan 2014, en þau dvelja nú hjá okkur í sjöunda skipti. Innifalin í dagskrá eru heimsóknir í Ullarþvottastöðina á Blönduósi og Heimilisðnaðarsafnið, fyrirlestur um sögu textíls á Íslandi auk kennslu í útsaumi, prjóni og vefnaði. Nú í ár bætist við í fyrsta skipti kynning á TC2 rafrænum vefstól sem staðsettur er í Kvennaskólanum. Sérfræðingar Þekkingarsetursins og Textílsetursins á sviði textíls sjá um kennsluna. 

 

Starfsmenn Þekkingarsetursins hlakka alltaf til þessara heimsókna og við vonum að nemendur fari heim ánægðir og með nýjar þekkingu og hugmyndir í farteskinu.