• Icelandic
  • English

Fréttir

Farskólinn á ferðinni

16.02.2018


Starfsfólk Farskólans verður með fundi í námsverunum á svæðinu, m.a. námsver í Kvennaskólanum þann 20. febrúar nk. (þriðjudagur) kl. 17:00 - 19:00. Þjónusta Farskólans verður kynnt ásamt því að boðið verður upp á frían fyrirlestur. 

 

 

Hvað vilt þú vita meira um? Hvað viltu að Farskólinn geri fyrir þig? Þetta og fleira verður rætt. Þorgrímur Þráinsson, verður sérstakur gestur, og heldur erindi um sterka liðsheild. Hvað getum við lært af landsliðinu í fótbolta? Hvert er „leyndarmál“ landsliðsins?  Hann ræðir mikilvægi samstöðu, dugnaðar, vináttu og gleði sem einkennir liðið. Við getum lært heilmikið af liðinu og heimfært margt yfir á daglegt líf okkar og störf.


Upp á húsrúm að gera er gott að skrá sig á viðburðinn í síma 455 6010 eða á heimasíðu Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra.