• Icelandic
  • English

Fréttir

Art Residency Catalogue

26.02.2018

 

Nýútgefið er fyrsta tölublaðið ,,Textílsetur Íslands - Art Residency Catalogue", en það var samstarfsverkefni Þekkingarsetursins og Textílsetursins árið 2017.

 

Um er að ræða samantekt af ljósmyndum af listaverkum sem unnin voru í textíllistamiðstöðinni í Kvennaskólanum á tímabílinu apríl - júní 2017, auk frásagnar frá listamönnum.

Bókin er innbundin, alls 60 bls. og gefur skemmtilega innsýn inn í þá athyglisverðu vinnu sem fer fram í Kvennaskólanum á Blönduósi. Cornelia Theimer Gardella ljósmyndari og textíllistamaður sem dvalið hefur í listamiðstöðinni í þrígang tók myndirnar og vann bókina fyrir prentun.

Stefnt er að gefa út ,,Art Residency Catalogue" reglulega. Bókina er hægt að skoða m.a. í Kvennaskólanum, en hún mun einnig verða aðgengileg í rafrænu formi hér á heimasíðu Þekkingarsetursins innan tíðar.