• Icelandic
  • English

Fréttir

Lista- og menningarráðstefna 27. - 28. apríl 2018

06.03.2018

 

Haldinn verður ráðstefnan: Hérna!Núna! á Blönduósi í lok apríl. Ráðstefnan er ætluð fyrir lista- og handverksmenn á Norðurlandi vestra. Markmiðið er að aðilar úr lista- og menningarsamfélaginu hittist, kynnist og geti sagt frá og sýnt list sína og vekja athygli á þeirri vinnu sem unnin er á svæðinu á sviði lista og menningar. 

 

Ráðstefna verður haldinn í Gömlu Kirkjunni við Brimslóð, Blönduósi, 27. - 28. apríl. 

 

Fyrirhugað er að þátttakendur kynni sig og verk sín í stuttri kynningu (,,Pecha Kucha" örkynning) og komi með ljósmyndir og /eða listaverk. Stefnt er á að halda sýningu í Kvennaskólanum á meðan á ráðstefnunni stendur og gefa út sýningarrit í framhaldinu. Verkefnið hlaut styrk frá Uppbyggingarsjóði NV og er unnið í samstarfi við Ferðamálafélag í A-Hún.

 

Einnig verður haldinn námskeið fyrir unglinga (15 - 19 ára) í tengslum við ráðstefnuna þar sem miðlað verður þekkingu sem mun nýtast í verkefna- og viðburðastjórnunUm er að ræða sex kennslustundir alls þar sem fjallað verður um m.a. áætlanagerð í tengslum við viðburðahald og notkun á Adobe InDesign við gerð auglýsinga- og kynningarefnis. Nemendur taka þátt í ráðstefnunni þar sem þeir fá að spreyta sig og nýta þá nýju þekkingu sem þeir hafa aflað sér á námskeiðinu. 

 

Nánari upplýsingar og dagskrá verða auglýst síðar. Fyrirspurnir sendist á info@nwest.is eða hafið samband við skrifstofu Þekkingarsetursins í Kvennaskólanum í síma 452 4030.