• Icelandic
  • English

Fréttir

Iceland Field School - Sumarnámskeið á vegum Concordia Háskólans í Kvennaskólanum

14.06.2018

 

Nemendur frá Concordia Háskóla í Montreal, Kanada, dvelja nú í listamiðstöðinni í Kvennaskólanum á Blönduósi. Þau taka þátt í nýju sumarnámskeiði sem haldið er á vegum skólans í samstarfi við Textílsetur Íslands og Þekkingarsetrið.

 

,,Imagining Iceland - Iceland Field School" er ætlað fyrir nemendur á öllum háskólastigum sem fá þrjá Concordia - námseiningar (credits) að lokinni þátttöku. Nemendurnir eru 13 og dvelja í Kvennaskólanum í fjórar vikur undir umsjón Dr. Kathleen Vaughan, aðstoðaprófessors við listkennsludeilds Concordia háskólans.

Á dagskrá eru fjöldi námskeiða og vinnustofur í Textílsetrinu, s.s. námskeið í spuna á ull og myndvefnað undir leiðsögn Jóhönnu Pálmadóttur og Ragnheiðar Þórsdóttur, auk dagsferða viða um svæðið, t.d. í Blönduvirkjun og  jurtalitunarstofu Guðrúnar Bjarnadóttur í Borgarnesi. 

Hægt er að fylgjast með ,,Iceland Field School" á Facebook-síðu Textílsetursins, en þar má sjá fjöldi mynda tengdum námskeiðinu. Stefnt er á að endurtaka sumarnámskeiðið í júní 2019. 
 

  

Nemendur læra að spinna og fræðast um myndvefnað í Kvennaskólanum. Myndir: Kathleen Vaughan.