• Icelandic
  • English

Fréttir

Blönduganga 20.7. 2014

25.07.2014

Sunnudaginn 20. 7. var farið í Blönduganga í tilefni Húnavöku. Gangan var vel heppnuð og þatttakendur voru u.þ.b. 40.
 
 

Könnun um útbreiðslu flundru

11.07.2014

Dan Govoni, sérfræðingur Þekkingarsetursins hefur nýlega sent út könnun um útbreiðslu flundru á Íslandi.
 
 

Sumarstarfsmenn hjá Þekkingarsetrinu

01.07.2014

Í sumar standa Þekkingarsetur og Blönduósbæ saman að tilraunaverkefni, en sumarstarfsmaður Vinnuskólans kynnist þar með rannsóknarstörfum hjá sérfræðingum Þekkingarsetursins. 

Aðalfund Þekkingarsetursins

25.06.2014

Aðalfundur Þekkingarsetursins verður haldinn miðvikudaginn, þann 25. júní, kl. 14:00 í Kvennaskólanum á Blönduósi.

Venjuleg aðalfundarstörf.


10. bekkur í heimsókn

23.05.2014

10. bekkur Blönduskóla kom í heimsókn í dag til að kynna sér starfsemi Þekkingarsetursins.

Opið hús á textíldegi

19.05.2014

Opið hús verður í Kvennaskólanum laugardaginn, 24.5., kl. 12:00-16:00. Fræðist um Þekkingarsetrið, Textílsetur Íslands, Minjastofu, og hittið textíllistafólk sem dvelja í húsinu! 

 

 

Samstarf milli Heimilisiðnaðarsafnsins og Þekkingarsetursins

27.04.2014

Nýlega gerðu Þekkingarsetrið á Blönduósi og Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi með sér samning um samstarf á árinu 2014.

North Atlantic Native Sheep and Wool Conference

23.04.2014

Ráðstefna um Norður-Evrópska sauðfjárstofninn (stuttrófukyn) verður haldin á Blönduósi á vegum Textílsetur Íslands 4 - 8 september. Þekkingarsetur á Blönduósi er samstarfsaðili í þessu verkefni. Síðan 2011 hefur þessi ráðstefna verið haldin víðs vegar á Norður-Atlantshafslöndunum. Þema ráðstefnunnar verður textíll og ullarvinnsla. 
 

Kynningarfund á Sauðárkróki

26.03.2014

Boðað er til kynningarfundar um niðurstöður á eftirfarandi rannsóknaverkefnum sem voru unnin á árinu 2013:

• Þarfagreining á námsframboði á Norðurlandi vestra

• Tilraunaverkefni um hækkað menntunarstig á N. vestra

Viltu koma á Háskóladaginn á Akureyri?

05.03.2014

Háskóladagurinn verður haldinn á Akureyri miðvikudaginn 12. mars kl. 11:00 - 13.30.  Þekkingarsetur á Blönduósi stendur fyrir sætaferðum. 

Samstarf á sviði textíls

02.03.2014

Undanfarið hefur verið unnið að samþættingu verkefna á sviði textíls. Samstarfssamningur hefur verið gerður á milli Þekkingarsetursins á Blönduósi og Textílseturs Íslands til eins árs sem felur í sér m.a. eflingu á textíllistamiðstöð í Kvennaskólanum og ráðning sérfræðings á sviði textíls.

Kynningarfundir um niðurstöður á rannsóknarverkefnum

21.02.2014

 

Kynningarfundirnir eru opnir öllum og verða haldnir á eftirfarandi dögum: 
Miðvikudaginn 5. mars kl. 20:00 í húsnæði Rannsóknarseturs HÍ á Skagaströnd 
Fimmtudaginn 6. mars kl. 20:00 í Kvennaskólanum á Blönduósi

 

 

Námsvísir 2014 - Námskeið á Norðurlandi vestra

05.02.2014

Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra hefur um þessar mundir gefið út námsvísi fyrir vorið 2014. Í þessum námsvísi bregður Farskólinn út af vananum og birtir einungis lýsingar á þeim námskeiðum sem ekki hafa verið í boði áður.

Heimsókn fræðimanna frá Alaska

30.01.2014

Sunnudaginn 2. febrúar kl. 15:00 munu Liza Mack mannfræðingur og Nadine Kochuten, sjómaður og markaðsfræðingur halda stuttan fyrirlestur í Kvennaskólanum á Blönduósi. Please join us for a presentation by Alaskan students Liza Mack, (M.S. Anthropology) and Nadine Kochuten (B.A. Business Management) on Sunday, February 2, 15:00 in Kvennaskóli in Blönduós.

 

Kynningarfundir um átaksverkefni í ferðaþjónustu

16.01.2014

Ferðamálafélagið A-Hún og Þekkingarsetrið á Blönduósi með stuðningi frá Byggðasamlagi um menningu og atvinnumál, hafa sameiginlega ákveðið að ráðast í tímabundið verkefni til eflingar ferðaþjónustu og hafa fengið G. Ágúst Pétursson til að stýra því verki. Efnt verður til kynningarfundar á verkefninu þriðjudaginn, 21. janúar kl. 17:00 í fundarsal Samstöðu á Blönduósi. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu Norðurlands mætir á fundinn. Vinsamlegast staðfestið þátttöku á tölvupóstfangið agustp@centrum.is

Átak í ferðaþjónustu í Austur-Húnavatnssýslu

19.12.2013

Þekkingarsetrið á Blönduósi og Ferðamálafélag A-Hún hafa sameiginlega ákveðið að ráðast í tímabundið sex mánaða verkefni með styrk frá sveitarfélögunum í sýslunni til að efla og styrkja ferðaþjónustu á svæðinu. Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnugrein á Íslandi en Austur-Húnavatnssýsla hefur því miður dregist nokkuð aftur úr öðrum landshlutum hvað það varðar.

Ráðning starfsmanns í textíllistamiðstöð í Kvennaskólanum

18.12.2013

Erla Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í hálfa stöðu til að hafa umsjón með textíllistamiðstöð í Kvennaskólanum frá og með 1. janúar 2014.

 

Niðurstöður þarfagreiningar um námsframboð á Norðurlandi vestra

18.12.2013

 
Niðurstöður þarfagreiningar um námsframboð á Norðurlandi vestra liggja nú fyrir. Niðurstöður eru settar fram fyrir Húnaþing vestra, A-Hún og Skagafjörð. 
 
 
 

Umsjónarmaður hjá Textíllistamiðstöð á Blönduósi

14.11.2013

Auglýst er eftir starfsmanni í 50% hjá Textíllistamiðstöð í Kvennaskólanum á Blönduósi. 

Norðurslóðadagur 14. 11. 2013

06.11.2013

Samvinnunefnd um málefni norðurslóða býður til opins Norðurslóðadags í húsnæði Hafrannsóknastofnunar í Reykjavík, Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4, ráðstefnusal 1. hæð, fimmtudaginn 14. nóvember 2013, kl. 09:00 – 17:30.